kelublogg - life itself is the most wonderful fairy tale

4.6.04

Ahh...helgin nálgast:) Stefni á að hafa það rólegt og gott um helgina, vona bara að veðrið haldist svona gott þá er aldrei að vita nema maður geri eitthvað sniðugt eins og skella sér í sund eða göngutúr. Svo er garðveisla hjá leikskólanum hennar Kötlu á morgun, við erum að spá í að fara þangað ef það verður gott veður. Það virðist vera eitthvað vesen með lagið sem ég setti hérna inn á síðuna, það virkar alltaf heima, en ef ég fer inn á síðuna í vinnunni (sem ég geri afarsjaldan, alveg satt:)), þá virkar það ekki:( Skil þetta ekki alveg. Þannig að endilega ef einhver rekst hérna inn, þá væri frábært ef þú myndir setja það í commentin hvort að þú heyrir músíkina, annars þarf ég að skoða þetta eitthvað betur:)

Kela at 4.6.04

1.6.04

Jæja, kominn tími til þess að skrifa smá er það ekki:) Ég var að setja inn þessa fínu bakgrunnstónlist hérna...lagið heitir "Accidentally in love" með Counting crows og er úr Shrek 2. Ég hugsa að ég eigi eftir að fara á þessa mynd í bíó. Fyrri myndin var allavega algjör snilld. En helgin var fín hjá okkur, við Katla brunuðum á Sigló á fimmtudagskvöldið...eða það er nú varla hægt að segja að við höfum brunað því að við vorum litla 7 tíma á leiðinni...aðallega var það þoka sem tafði okkur en við gerðum líka nokkur stopp á leiðinni...m.a. hjá Ingu Rut og fjölskyldu á Laugabakka þar sem við fengum frábærar móttökur (eins og alltaf), þessi elska beið eftir okkur með súpu (uppáhaldssúpuna okkar), brauð og salat þegar við komum...mjög ljúft:) Við vorum svo mættar á Sigló um eittleytið og ég hef sjaldan verið jafn fegin að sjá göngin og þá...ekki alveg það skemmtilegasta sem ég geri að keyra í svartaþoku. Við fengum svo frábært veður um helgina, slöppuðum af á föstudeginum og svo fórum við pabbi upp í Varmahlíð á föstudagskvöldið og sóttum Sæba, en hann hafði verið á Patró og Akureyri með körfuboltabúðir ásamt fleirum. Laugardagurinn fór svo í enn meira afslappelsi og fórum með mömmu og pabba að skoða bátahúsið hjá síldarminjasafninu Það er nú reyndar ekki búið að opna það en við fengum að skoða af því að pabbi er að vinna þarna. Og urðum svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, húsið er allt hið glæsilegasta og ég hlakka til að sjá það þegar það verður fullbúið. Svo var fermingarveisla hjá Birgittu frænku á sunndeginum, mmm...slurp segi ég nú bara..maturinn var svooo góður...og kökurnar ekki síðri...enda fór átakið mitt í smá pásu um helgina...en þetta var semsagt hin fínasta veisla. Við komum svo heim í gær. Lögðum frekar snemma af stað og sluppum því við mestu umferðina..vorum komin i bæinn um þrjúleytið...alltaf gott að koma heim til sín þó að það sé líka leiðinlegt að kveðja ættingjana sem maður sér alltof sjaldan..en þá er bara að nýta tímann ennþá betur í þessi fáu skipti sem maður hittist og svo erum við nú að fara í sumarfrí eftir tæpan mánuð...get varla beðið. Ég setti inn nokkrar nýjar myndir á heimasíðuna hennar Kötlu í gær, sem voru teknar fyrir norðan. Bless í bili:)

Kela at 1.6.04

"Life itself is the most wonderful fairy tale"
H.C. Andersen

*uppáhalds kvikmyndir

*bækurnar á náttborðinu:
-Inés of my soul eftir Isabel Allende
-Little moments of piece: Daily reflections for mothers eftir Andrea Alban Gosline


*tónlist

*blogg sem ég les
Nanna
Snyrtipinninn
Jana
Inga Sigga
Inga Rut
Birgitta frænka
Lísa cookiemonster
Stína
Anna Bogga
Sóley
Dísublogg
Valur-karfa
Kim
Pabbi
Árgangur'78 á Sigló
Erik
Adam Duritz

*tenglar
Stóra prinsessan
Litla prinsessan
Myndaalbúmið
Barnaland
Lífið á Sigló
Síldarminjasafnið
Kvikmyndir.is
Uppskriftir
Fleiri uppskriftir
Counting Crows
Survivor fever
Valur
Vídeóval
Galdrasýning á Ströndum
Kveiktu á kerti
Maður lifandi
Matargatið
J.K. Rowling
Café Sigrún
Póstkortaskipti
43 things
43 places
Póstkortabloggið
Flickr

*ýmislegt
gestabók
póstur
blogskins
blogger

*eldri skrif
20 október 2002 08 júní 2003 10 ágúst 2003 17 ágúst 2003 24 ágúst 2003 31 ágúst 2003 07 september 2003 14 september 2003 21 september 2003 05 október 2003 12 október 2003 19 október 2003 02 nóvember 2003 09 nóvember 2003 23 nóvember 2003 30 nóvember 2003 07 desember 2003 14 desember 2003 21 desember 2003 28 desember 2003 04 janúar 2004 11 janúar 2004 18 janúar 2004 25 janúar 2004 01 febrúar 2004 08 febrúar 2004 15 febrúar 2004 22 febrúar 2004 29 febrúar 2004 14 mars 2004 21 mars 2004 28 mars 2004 04 apríl 2004 11 apríl 2004 18 apríl 2004 25 apríl 2004 02 maí 2004 09 maí 2004 16 maí 2004 30 maí 2004 06 júní 2004 27 júní 2004 11 júlí 2004 18 júlí 2004 01 ágúst 2004 15 ágúst 2004 22 ágúst 2004 05 september 2004 12 september 2004 19 september 2004 26 september 2004 03 október 2004 10 október 2004 17 október 2004 24 október 2004 31 október 2004 07 nóvember 2004 14 nóvember 2004 21 nóvember 2004 05 desember 2004 12 desember 2004 02 janúar 2005 09 janúar 2005 23 janúar 2005 30 janúar 2005 06 febrúar 2005 27 febrúar 2005 06 mars 2005 03 apríl 2005 24 apríl 2005 15 maí 2005 22 maí 2005 05 júní 2005 26 júní 2005 24 júlí 2005 07 ágúst 2005 04 september 2005 11 september 2005 18 september 2005 02 október 2005 09 október 2005 16 október 2005 23 október 2005 30 október 2005 06 nóvember 2005 13 nóvember 2005 20 nóvember 2005 27 nóvember 2005 04 desember 2005 11 desember 2005 18 desember 2005 25 desember 2005 01 janúar 2006 15 janúar 2006 22 janúar 2006 29 janúar 2006 05 febrúar 2006 12 febrúar 2006 19 febrúar 2006 26 febrúar 2006 12 mars 2006 19 mars 2006 26 mars 2006 02 apríl 2006 09 apríl 2006 16 apríl 2006 23 apríl 2006 14 maí 2006 21 maí 2006 28 maí 2006 04 júní 2006 11 júní 2006 18 júní 2006 09 júlí 2006 16 júlí 2006 23 júlí 2006 06 ágúst 2006 13 ágúst 2006 20 ágúst 2006 27 ágúst 2006 03 september 2006 10 september 2006 17 september 2006 24 september 2006 01 október 2006 08 október 2006 22 október 2006 29 október 2006 05 nóvember 2006 12 nóvember 2006 26 nóvember 2006 03 desember 2006 10 desember 2006 17 desember 2006 24 desember 2006 31 desember 2006 21 janúar 2007 28 janúar 2007 04 febrúar 2007 11 febrúar 2007 18 febrúar 2007

FREE fantasy art e-cards at
wickedmoon.com!
Sendu vefkort!



*svona er veðrið hjá mér The WeatherPixie
Click for Reykjavik, Iceland Forecast Click for Reykjavik, Iceland Forecast
Site Meter