kelublogg - life itself is the most wonderful fairy tale

18.7.04

Ég var að setja link hér til hliðar á geggjaða LOTR netverslun. Ég er búin að ákveða það að ef ég gifti mig einhverntíma þá ætla ég að vera í svona kjól!!!
Hmm...þarf kannski að missa nokkur kíló fyrst til að passa almennilega í hann..en það er seinni tíma vandamál hehe:) Ég er alveg sjúk, gæti sko eytt gommu af peningum í þessari búð!

Kela at 18.7.04

17.7.04

Jæja, þá er maður kominn heim úr sveitasælunni...best að segja aðeins frá sumarfríinu so far.  Við erum búin að eiga frábæra daga, verst hvað fríið líður hratt....en svona er þetta bara, en við þurfum nú svosem ekki að kvarta ennþá, eigum viku eftir:)  En allavega, við eyddum fyrstu dögunum heima sem var mjög fínt, brunuðum svo norður á Sigló þar sem okkur bauðst að fá lánaðan bíl eftir að elsku litli runóinn okkar bilaði eina ferðina enn....ætla nú ekki að fara nánar út í þá framhaldssögu hér, ekki skemmtilegt.  Það var mjög notalegt á Sigló eins og alltaf, við vorum nú að mestu bara í rólegheitum eins og oftast, en við fórum þó og skoðuðum bátahúsið og sáum síldarsöltun, það var mjög skemmtilegt, sérstaklega af því að pabbi tók þátt.  Katla Dögg var alveg heilluð og talaði lengi á eftir um leikritið sem hún sá og sérstaklega "brjáluðu konuna" eins og hún kallaði eina fjöruga síldarstúlku.  Við kvöddum svo Sigló eftir 5 daga í góðu yfirlæti, og héldum heim á leið.  Stoppuðum hérna heima í 2 daga en héldum svo áleiðis í sumarbústaðaferð austur í Vaðnes, aftur á lánsbíl, Bjarni, Erla, Orri og Sóley komu með.  Við byrjuðum á því að skella okkur í pottinn, nema hvað:)  Grilluðum svo og krakkarnir léku sér úti, sældarlíf.  Við spiluðum svo um kvöldið og höfðum það gott.   Daginn eftir tókum við því rólega, fórum að sjálfsögðu aftur í pottinn og grilluðum pylsur.  Gestirnir kvöddu svo eftir hádegið og við skruppum í bíltúr á Selfoss og versluðum og náðum okkur í bæklinga um nágrennið.   
Það sem við afrekuðum svo næstu daga var t.d. að heimsækja Sólheima í Grímsnesi, það var mjög sérstakt og skemmtilegt að koma þangað, svo friðsælt og fallegt.  Við skoðuðum listsýningu heimamanna, kíktum á kaffihúsið Grænu könnuna og gengum um svæðið.  Það var áberandi hvað allir sem við hittum vorum vingjarnlegir og glaðlegir, alveg yndislegur staður:)  Aðrir staðir sem við heimsóttum voru Eyrarbakki og Hveragerði, alltaf gaman að koma í Eden.   Við fengum  líka fleiri gesti, Gústi og Loretta kíktu á okkur eitt kvöld, mjög gaman að fá þau í heimsókn og ekki verra að þau tóku með sér dýrindis lambalæri sem við grilluðum um kvöldið, sjúklega gott.  Tengdapabbi kom svo til okkar næstsíðasta daginn var svo samferða okkur heim.  Hann kom á bílnum okkar sem hann var búinn að gera við á meðan vorum í burtu, algjör perla sko:)
Þannig að runóinn virkar í bili..krossa fingur og tær að svo verði áfram.  En allavega við fórum í bíltúr að Laugarvatni með tengdó, þar fundum við ansi skemmtilegt gallerí, tengdó keypti söl og við Sæbi létum okkur nú hafa það að smakka *hrollur*, segjum bara að hann hafi fengið að eiga þau alveg í friði.  Við gengum aðeins um niðri við vatnið en flugurnar reyndu að éta okkur lifandi þannig að við forðuðum okkur fljótlega inní bíl.  Fengum okkur svo ís og brunuðum aftur í bústaðinn.  Við komum svo í bæinn í gær eftir frábæra viku í sveitasælunni, potturinn vel nýttur, grill á hverju kvöldi og afslöppun, ég bið ekki um meira, nema kannski að sólin hefði mátt sýna sig örlítið oftar, en þetta var yndislegur tími:)

Kela at 17.7.04

"Life itself is the most wonderful fairy tale"
H.C. Andersen

*uppáhalds kvikmyndir

*bækurnar á náttborðinu:
-Inés of my soul eftir Isabel Allende
-Little moments of piece: Daily reflections for mothers eftir Andrea Alban Gosline


*tónlist

*blogg sem ég les
Nanna
Snyrtipinninn
Jana
Inga Sigga
Inga Rut
Birgitta frænka
Lísa cookiemonster
Stína
Anna Bogga
Sóley
Dísublogg
Valur-karfa
Kim
Pabbi
Árgangur'78 á Sigló
Erik
Adam Duritz

*tenglar
Stóra prinsessan
Litla prinsessan
Myndaalbúmið
Barnaland
Lífið á Sigló
Síldarminjasafnið
Kvikmyndir.is
Uppskriftir
Fleiri uppskriftir
Counting Crows
Survivor fever
Valur
Vídeóval
Galdrasýning á Ströndum
Kveiktu á kerti
Maður lifandi
Matargatið
J.K. Rowling
Café Sigrún
Póstkortaskipti
43 things
43 places
Póstkortabloggið
Flickr

*ýmislegt
gestabók
póstur
blogskins
blogger

*eldri skrif
20 október 2002 08 júní 2003 10 ágúst 2003 17 ágúst 2003 24 ágúst 2003 31 ágúst 2003 07 september 2003 14 september 2003 21 september 2003 05 október 2003 12 október 2003 19 október 2003 02 nóvember 2003 09 nóvember 2003 23 nóvember 2003 30 nóvember 2003 07 desember 2003 14 desember 2003 21 desember 2003 28 desember 2003 04 janúar 2004 11 janúar 2004 18 janúar 2004 25 janúar 2004 01 febrúar 2004 08 febrúar 2004 15 febrúar 2004 22 febrúar 2004 29 febrúar 2004 14 mars 2004 21 mars 2004 28 mars 2004 04 apríl 2004 11 apríl 2004 18 apríl 2004 25 apríl 2004 02 maí 2004 09 maí 2004 16 maí 2004 30 maí 2004 06 júní 2004 27 júní 2004 11 júlí 2004 18 júlí 2004 01 ágúst 2004 15 ágúst 2004 22 ágúst 2004 05 september 2004 12 september 2004 19 september 2004 26 september 2004 03 október 2004 10 október 2004 17 október 2004 24 október 2004 31 október 2004 07 nóvember 2004 14 nóvember 2004 21 nóvember 2004 05 desember 2004 12 desember 2004 02 janúar 2005 09 janúar 2005 23 janúar 2005 30 janúar 2005 06 febrúar 2005 27 febrúar 2005 06 mars 2005 03 apríl 2005 24 apríl 2005 15 maí 2005 22 maí 2005 05 júní 2005 26 júní 2005 24 júlí 2005 07 ágúst 2005 04 september 2005 11 september 2005 18 september 2005 02 október 2005 09 október 2005 16 október 2005 23 október 2005 30 október 2005 06 nóvember 2005 13 nóvember 2005 20 nóvember 2005 27 nóvember 2005 04 desember 2005 11 desember 2005 18 desember 2005 25 desember 2005 01 janúar 2006 15 janúar 2006 22 janúar 2006 29 janúar 2006 05 febrúar 2006 12 febrúar 2006 19 febrúar 2006 26 febrúar 2006 12 mars 2006 19 mars 2006 26 mars 2006 02 apríl 2006 09 apríl 2006 16 apríl 2006 23 apríl 2006 14 maí 2006 21 maí 2006 28 maí 2006 04 júní 2006 11 júní 2006 18 júní 2006 09 júlí 2006 16 júlí 2006 23 júlí 2006 06 ágúst 2006 13 ágúst 2006 20 ágúst 2006 27 ágúst 2006 03 september 2006 10 september 2006 17 september 2006 24 september 2006 01 október 2006 08 október 2006 22 október 2006 29 október 2006 05 nóvember 2006 12 nóvember 2006 26 nóvember 2006 03 desember 2006 10 desember 2006 17 desember 2006 24 desember 2006 31 desember 2006 21 janúar 2007 28 janúar 2007 04 febrúar 2007 11 febrúar 2007 18 febrúar 2007

FREE fantasy art e-cards at
wickedmoon.com!
Sendu vefkort!



*svona er veðrið hjá mér The WeatherPixie
Click for Reykjavik, Iceland Forecast Click for Reykjavik, Iceland Forecast
Site Meter