kelublogg - life itself is the most wonderful fairy tale

23.8.04

Menningarnóttin var frábær!!! Við reyndar vorum ekkert mikið í því að kíkja á viðburðina, en vorum aðallega bara á röltinu að skoða fólkið og skemmta okkur. Ég, Inga Rut, Katla og mamma og pabbi skelltum okkur í bæinn fljótlega eftir hádegið og röltum niður Skólavörðustíginn og svo Laugaveginn....ofsalega gaman að rölta þarna um..þarf að gera það oftar. Það er svo mikið af skemmtilegum búðum á þessu svæði...ég er bara svo innilega lítil miðbæjarrotta, þannig að ég rölti þarna svona kannski einu sinni á ári.
En allavega við fórum í geggjaða búð á Laugaveginum sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir en hún er við hliðina á Englabörnum. Þarna fæst allskonar krydd, sem er framleitt í suður-afríku að mig minnir...hrikalega girnilegar kryddblöndur, og allavega svona sælkeradót og sniðugir hlutir. Ég keypti mér áhyggjubrúðu, eða "guatemalan worry people", þetta er svona pínkulítil brúða og það fylgir poki með henni, og virkar þannig að maður á að segja brúðunni áhyggjur sínar, setja hana svo í pokann og sofa með hana undir koddanum og morguninn eftir hefur brúðan tekið á sig allar manns áhyggjur.
Ætla að prófa þetta við tækifæri, en þessi siður er víst upprunninn frá Maya indíánum í Guatemala. Svo var annað sem við sáum sem mér finnst alveg meiriháttar og þvílík snilldarhugmynd...það var verið að selja litlar plastendur á Laugaveginum, svona litlar til þess að leika sér með í baði....þetta er til styrktar átakinu Blátt áfram sem er átak til þess að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi á börnum og að fá foreldra til þess að fræða börnin sín um þessi mál. Hugmyndin er sú að fólk kaupir önd, fær miða með númeri á og svo á að mæta með öndina í Elliðaárdalinn 4. sept og þar verður númerið skrifað á endurnar og þeim svo fleytt á Elliðaánum einhverja vissa vegalengd og sú önd sem kemur fyrst í mark vinnur verðlaun. Pabbi og mamma keyptu eina önd og við ætlum að mæta með hana í kappsundið fyrir þau, þar sem þau verða farin aftur norður þegar þetta er.
Katla setti öndina strax í strangar æfingabúðir í baðvaskinum, vonandi skilar það sér þegar stóri dagurinn rennur upp.
Við fórum svo heim aðeins þegar við vorum búin að þessu rölti, fórum reyndar líka aðeins í Kolaportið, alltaf gaman að kíkja aðeins þangað. Við Inga Rut bjuggum svo til pítsu um kvöldið sem heppnaðist alveg frábærlega vel þó að ég segi sjálf frá. Orri kom svo í pössun til okkar og við skelltum okkur í bæinn um níuleytið, fundum stæði rétt hjá aktu-taktu, og löbbuðum upp á Laugaveg og svo niður hann. Við Inga Rut vorum greinilega ekki alveg að horfa mikið í kringum okkur því að við vorum næstum því búnar að labba framhjá sjálfum Forrest Whittaker án þess að taka eftir honum og hefðum gert það ef Sæbi hefði ekki bent okkur á hann. Hann var bara þarna á röltinu í góðum fíling, mjög vingjarnlegur virtist vera, allir að stoppa hann og heilsa honum og fá eiginhandaráritanir, við kunnum nú ekki við að svífa á hann en það var samt gaman að sjá hann þarna.
Við röltum svo bara um í bænum, gerðist reyndar eitt frekar skondið Við Inga Rut skruppum aðeins inn í 10-11 Austurstræti en Sæbi beið fyrir utan með krakkana, svo þegar við komum aftur þá er einhver stelpa að tala við hann og við héldum að þetta væri bara einhver sem hann þekkti, en svo fer hún að taka myndir af honum og hripa eitthvað niður hjá sér á blað og við skiljum ekki alveg hvað er í gangi. Þá var þessi stelpa að leita að aukaleikurum í myndina "A little trip to heaven" sem Baltasar Kormákur er að gera. Hún semsagt tók myndir af honum og fékk símanúmerið hans og svo verður hringt í hann einhverntíma í september og þá kemur í ljós hvað verður úr þessu. Frekar fyndið en verður örugglega skemmtileg reynsla fyrir hann ef það verður eitthvað úr þessu.
Við fórum svo út á hafnarbakka og hlustuðum á afganginn af tónleikunum, náðum Ego, þar hittum við Bjarna og Erlu og skiluðum Orra af okkur, en hann var í þvílíku stuði, sko ekkert mál að vera með hann með okkur. Flugeldasýningin var svo alveg meiriháttar, hún virðist alltaf vera betri en árið á undan þó svo að maður haldi að það sé ekki hægt.
En þetta er orðin lengsta bloggfærsla sem ég hef á ævi minni skrifað þannig að ég ætla ekki að hafa þetta lengra:)

Kela at 23.8.04

"Life itself is the most wonderful fairy tale"
H.C. Andersen

*uppáhalds kvikmyndir

*bækurnar á náttborðinu:
-Inés of my soul eftir Isabel Allende
-Little moments of piece: Daily reflections for mothers eftir Andrea Alban Gosline


*tónlist

*blogg sem ég les
Nanna
Snyrtipinninn
Jana
Inga Sigga
Inga Rut
Birgitta frænka
Lísa cookiemonster
Stína
Anna Bogga
Sóley
Dísublogg
Valur-karfa
Kim
Pabbi
Árgangur'78 á Sigló
Erik
Adam Duritz

*tenglar
Stóra prinsessan
Litla prinsessan
Myndaalbúmið
Barnaland
Lífið á Sigló
Síldarminjasafnið
Kvikmyndir.is
Uppskriftir
Fleiri uppskriftir
Counting Crows
Survivor fever
Valur
Vídeóval
Galdrasýning á Ströndum
Kveiktu á kerti
Maður lifandi
Matargatið
J.K. Rowling
Café Sigrún
Póstkortaskipti
43 things
43 places
Póstkortabloggið
Flickr

*ýmislegt
gestabók
póstur
blogskins
blogger

*eldri skrif
20 október 2002 08 júní 2003 10 ágúst 2003 17 ágúst 2003 24 ágúst 2003 31 ágúst 2003 07 september 2003 14 september 2003 21 september 2003 05 október 2003 12 október 2003 19 október 2003 02 nóvember 2003 09 nóvember 2003 23 nóvember 2003 30 nóvember 2003 07 desember 2003 14 desember 2003 21 desember 2003 28 desember 2003 04 janúar 2004 11 janúar 2004 18 janúar 2004 25 janúar 2004 01 febrúar 2004 08 febrúar 2004 15 febrúar 2004 22 febrúar 2004 29 febrúar 2004 14 mars 2004 21 mars 2004 28 mars 2004 04 apríl 2004 11 apríl 2004 18 apríl 2004 25 apríl 2004 02 maí 2004 09 maí 2004 16 maí 2004 30 maí 2004 06 júní 2004 27 júní 2004 11 júlí 2004 18 júlí 2004 01 ágúst 2004 15 ágúst 2004 22 ágúst 2004 05 september 2004 12 september 2004 19 september 2004 26 september 2004 03 október 2004 10 október 2004 17 október 2004 24 október 2004 31 október 2004 07 nóvember 2004 14 nóvember 2004 21 nóvember 2004 05 desember 2004 12 desember 2004 02 janúar 2005 09 janúar 2005 23 janúar 2005 30 janúar 2005 06 febrúar 2005 27 febrúar 2005 06 mars 2005 03 apríl 2005 24 apríl 2005 15 maí 2005 22 maí 2005 05 júní 2005 26 júní 2005 24 júlí 2005 07 ágúst 2005 04 september 2005 11 september 2005 18 september 2005 02 október 2005 09 október 2005 16 október 2005 23 október 2005 30 október 2005 06 nóvember 2005 13 nóvember 2005 20 nóvember 2005 27 nóvember 2005 04 desember 2005 11 desember 2005 18 desember 2005 25 desember 2005 01 janúar 2006 15 janúar 2006 22 janúar 2006 29 janúar 2006 05 febrúar 2006 12 febrúar 2006 19 febrúar 2006 26 febrúar 2006 12 mars 2006 19 mars 2006 26 mars 2006 02 apríl 2006 09 apríl 2006 16 apríl 2006 23 apríl 2006 14 maí 2006 21 maí 2006 28 maí 2006 04 júní 2006 11 júní 2006 18 júní 2006 09 júlí 2006 16 júlí 2006 23 júlí 2006 06 ágúst 2006 13 ágúst 2006 20 ágúst 2006 27 ágúst 2006 03 september 2006 10 september 2006 17 september 2006 24 september 2006 01 október 2006 08 október 2006 22 október 2006 29 október 2006 05 nóvember 2006 12 nóvember 2006 26 nóvember 2006 03 desember 2006 10 desember 2006 17 desember 2006 24 desember 2006 31 desember 2006 21 janúar 2007 28 janúar 2007 04 febrúar 2007 11 febrúar 2007 18 febrúar 2007

FREE fantasy art e-cards at
wickedmoon.com!
Sendu vefkort!



*svona er veðrið hjá mér The WeatherPixie
Click for Reykjavik, Iceland Forecast Click for Reykjavik, Iceland Forecast
Site Meter