kelublogg - life itself is the most wonderful fairy tale

21.10.04

Mér finnst þessi alveg frábær:)

Þekkir þú hann Guðmund?


Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar
vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann
þekkja hann.
Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk
Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: "Já, Björk, hún er nú góð stelpa".
Vinnufélagi: "Guðmundur, þekkir þú Björk"
Guðmundur: "Já, hún er mjög fín"
Vinnufélagi: "Djöful... kjaftæði
Guðmundur, Við erum komnir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla.
Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig.
Nokkrum dögum síðar í vinnunni
Vinnufélagi: "Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á morgun"
Guðmundur: "Já Svíakonungur, það er nú góður karl"
Vinnufélagi: "Þekkir þú líka Svíakonung"
Guðmundur: "Já, ég þekki hann mjög vel"
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir búnir að fá sig full sadda á þessu
kjaftæði í Guðmundi og létu þetta
sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og
þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur
ásamt ríkisstjórninni á KEF flugvelli í móttökunefnd að taka á móti
Svíakonungi og heilsuðust Guðmudur og Svíakóngur með virtum.
Vinnufélagirnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum
sögum Guðmundar. 2 dögum síðar tilkynnti yfirmaður
vinnunnar að hann ásamt konu sinni væri að fara til Ítalíu og ætlaði að
sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: "Páfinn, Já, Það er nú góður maður"
Yfirmaður: "Guðmundur, þekkir þú nú páfann líka"
Guðmundur:"Já, auðvitað, ansi fínn karl en svolítið gamall"
Yfirmaður: "Guðmundur, nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til
Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig
ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú.
Guðmundur: "ok"
Yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og kirkjan var fullsetin.
Þegar messan var búinn gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að
púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá
stund saman. Siðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn
ekki í fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu
með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til
yfirmanns síns og kemur
að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: "Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?"
Yfirmaður "Nei , nei þegar þú varst að tala við páfann þá bankaði Robert
DeNiro í öxlina á mér og spurði mig: "Who is that guy standing beside
Guðmundur".

Kela at 21.10.04

18.10.04

Brrr...hvað það er skelfilega kalt úti. Ég rétt skaust í Kringluna í hádeginu og ég var gjörsamlega að farast úr kulda. Fór svo í 10-11 í Lágmúla og fékk mér heita súpu, þiðnaði aðeins við það. Öfundaði ekki kennarana sem stóðu hérna fyrir utan áðan á baráttufundi..en annars er kuldinn nú sennilega ekki stærsta vandamálið hjá þeim.
Vona að þetta verkfall fari nú að leysast. Átti mjög svo góða helgi. Sæbi var í körfuboltastússi, fyrsta mót vetrarins hjá þeim, gekk bara ágætlega, þeir unnu 2 leiki af 4. Við Katla Dögg vorum bara að dúlla okkur heima á laugardaginn, kíktum aðeins út á róló, en héldum okkur mest heima við. Svo í gær þá fórum við með Sóley og horfðum á síðasta leikinn á mótinu hjá Sæba. Kíktum svo öll í Kringluna eftir það og þaðan í afmæli til Bjarna, það var mjög skemmtilegt og fínar kræsingar í boði eins og alltaf.
Svo er bara Survivor kvöld í kvöld hjá mér:)

Kela at 18.10.04

"Life itself is the most wonderful fairy tale"
H.C. Andersen

*uppáhalds kvikmyndir

*bækurnar á náttborðinu:
-Inés of my soul eftir Isabel Allende
-Little moments of piece: Daily reflections for mothers eftir Andrea Alban Gosline


*tónlist

*blogg sem ég les
Nanna
Snyrtipinninn
Jana
Inga Sigga
Inga Rut
Birgitta frænka
Lísa cookiemonster
Stína
Anna Bogga
Sóley
Dísublogg
Valur-karfa
Kim
Pabbi
Árgangur'78 á Sigló
Erik
Adam Duritz

*tenglar
Stóra prinsessan
Litla prinsessan
Myndaalbúmið
Barnaland
Lífið á Sigló
Síldarminjasafnið
Kvikmyndir.is
Uppskriftir
Fleiri uppskriftir
Counting Crows
Survivor fever
Valur
Vídeóval
Galdrasýning á Ströndum
Kveiktu á kerti
Maður lifandi
Matargatið
J.K. Rowling
Café Sigrún
Póstkortaskipti
43 things
43 places
Póstkortabloggið
Flickr

*ýmislegt
gestabók
póstur
blogskins
blogger

*eldri skrif
20 október 2002 08 júní 2003 10 ágúst 2003 17 ágúst 2003 24 ágúst 2003 31 ágúst 2003 07 september 2003 14 september 2003 21 september 2003 05 október 2003 12 október 2003 19 október 2003 02 nóvember 2003 09 nóvember 2003 23 nóvember 2003 30 nóvember 2003 07 desember 2003 14 desember 2003 21 desember 2003 28 desember 2003 04 janúar 2004 11 janúar 2004 18 janúar 2004 25 janúar 2004 01 febrúar 2004 08 febrúar 2004 15 febrúar 2004 22 febrúar 2004 29 febrúar 2004 14 mars 2004 21 mars 2004 28 mars 2004 04 apríl 2004 11 apríl 2004 18 apríl 2004 25 apríl 2004 02 maí 2004 09 maí 2004 16 maí 2004 30 maí 2004 06 júní 2004 27 júní 2004 11 júlí 2004 18 júlí 2004 01 ágúst 2004 15 ágúst 2004 22 ágúst 2004 05 september 2004 12 september 2004 19 september 2004 26 september 2004 03 október 2004 10 október 2004 17 október 2004 24 október 2004 31 október 2004 07 nóvember 2004 14 nóvember 2004 21 nóvember 2004 05 desember 2004 12 desember 2004 02 janúar 2005 09 janúar 2005 23 janúar 2005 30 janúar 2005 06 febrúar 2005 27 febrúar 2005 06 mars 2005 03 apríl 2005 24 apríl 2005 15 maí 2005 22 maí 2005 05 júní 2005 26 júní 2005 24 júlí 2005 07 ágúst 2005 04 september 2005 11 september 2005 18 september 2005 02 október 2005 09 október 2005 16 október 2005 23 október 2005 30 október 2005 06 nóvember 2005 13 nóvember 2005 20 nóvember 2005 27 nóvember 2005 04 desember 2005 11 desember 2005 18 desember 2005 25 desember 2005 01 janúar 2006 15 janúar 2006 22 janúar 2006 29 janúar 2006 05 febrúar 2006 12 febrúar 2006 19 febrúar 2006 26 febrúar 2006 12 mars 2006 19 mars 2006 26 mars 2006 02 apríl 2006 09 apríl 2006 16 apríl 2006 23 apríl 2006 14 maí 2006 21 maí 2006 28 maí 2006 04 júní 2006 11 júní 2006 18 júní 2006 09 júlí 2006 16 júlí 2006 23 júlí 2006 06 ágúst 2006 13 ágúst 2006 20 ágúst 2006 27 ágúst 2006 03 september 2006 10 september 2006 17 september 2006 24 september 2006 01 október 2006 08 október 2006 22 október 2006 29 október 2006 05 nóvember 2006 12 nóvember 2006 26 nóvember 2006 03 desember 2006 10 desember 2006 17 desember 2006 24 desember 2006 31 desember 2006 21 janúar 2007 28 janúar 2007 04 febrúar 2007 11 febrúar 2007 18 febrúar 2007

FREE fantasy art e-cards at
wickedmoon.com!
Sendu vefkort!



*svona er veðrið hjá mér The WeatherPixie
Click for Reykjavik, Iceland Forecast Click for Reykjavik, Iceland Forecast
Site Meter