kelublogg - life itself is the most wonderful fairy tale

17.5.05

Jæja, þá er mini sumarfríið okkar búið. Við komum heim frá Köben síðasta mánudag. Ferðin var frábær í alla staði. Hótelið okkar var fínt. Okkur brá pínulítið þegar við komum upp í herbergið okkar fyrsta daginn, það var í fyrsta lagi frekar lítið, og í öðru lagi var í lýsingunni á herberginu að það væri baðherbergi með sturtu. Við fyrstu sýn sáum við ekki þessa sturtu sem átti að vera þarna en svo áttuðum við okkur á snilldinni, það var nefnilega sturtuhaus tengdur við vaskinn og svo var festing fyrir hann á veggnum. Einnig var sturtuhengi til staðar sem maður dró fyrir og skildi þannig að klósettið og sturtuna. En þetta reyndist svo vera hin ágætasta sturta þegar til kom. Virkaði fínt og það skiptir mestu máli. Morgunmaturinn á hótelinu var líka mjög góður og allt hreint og snyrtilegt þannig að við vorum bara mjög ánægð með þetta hótel. Ég nenni nú reyndar ekki að skrifa alla ferðasöguna hér inn, en svona það helsta sem við gerðum var að rölta strikið, versla aðeins, við fórum tvisvar sinnum í tívolíð. Fórum reyndar ekki í nein tæki, erum kannski ekki alveg þau allra hugrökkustu hehe, ég hafði reyndar fína afsökun af því að flest tækin voru ekki leifð fyrir bumbulínur, en ég efast nú reyndar um að ég hefði þorað t.d. í rússíbanann, þó svo að ég hefði mátt fara. Hmm..hvað gerðum við nú fleira, jú við fórum í dýragarðinn sem var alveg geggjað, ekkert smá gaman að sjá t.d. ljón, fíla, gíraffa, apa, tígrísdýr og fleiri dýr svona með eigin augum. Svo var líka mjög skemmtilegur hitabeltisdýragarður þarna þar sem við sáum t.d. slöngur, krókódíla, eðlur, fiðrildi sem flögruðu þarna um allt, að ógleymdum ýmsum tegundum af mjög ókræsilegum pöddum *hrollur*, pöddurnar voru í svona litlum boxum, nema hvað í sumum boxunum voru bara alls engar pöddur, heldur skilti sem á stóð að þessar tilteknu pöddur væru fluttar tímabundið, fluttar hvert? hugsaði maður nú bara, *hrollur*, klæjar ennþá við tilhugsunina. Við fórum líka niður að Nýhöfn, röltum þar um og skoðuðum Rósinborgarhöll. Þetta er nú svona það helsta held ég. Svo fórum við út að borða á hverju kvöldi og maturinn var geggjaður! Við vorum allavega bæði mjög hrifin af Kaupmannahöfn og værum alveg til í að fara þangað aftur einhverntíman. Væri líka gaman að taka Kötlu með, það er svo margt skemmtilegt að gera þarna fyrir börn.

Ég skora svo á alla að kíkja á Eurovision.is mjög skemmtileg síða, þarna eru t.d. myndir, blogg frá eurovision förunum okkar, en það sem mér finnst best er að það er hægt að skoða öll framlög Íslands frá upphafi, bæði myndböndin og líka frammistöðuna í keppninni, mæli með því að kíkja á Gleðibankann, mjög fyndið. Eftir að hafa rifjað upp þá frammistöðu er ég nú bara hissa á að það lag hafi yfirhöfuð ná 16. sætinu:)

Kela at 17.5.05

"Life itself is the most wonderful fairy tale"
H.C. Andersen

*uppáhalds kvikmyndir

*bækurnar á náttborðinu:
-Inés of my soul eftir Isabel Allende
-Little moments of piece: Daily reflections for mothers eftir Andrea Alban Gosline


*tónlist

*blogg sem ég les
Nanna
Snyrtipinninn
Jana
Inga Sigga
Inga Rut
Birgitta frænka
Lísa cookiemonster
Stína
Anna Bogga
Sóley
Dísublogg
Valur-karfa
Kim
Pabbi
Árgangur'78 á Sigló
Erik
Adam Duritz

*tenglar
Stóra prinsessan
Litla prinsessan
Myndaalbúmið
Barnaland
Lífið á Sigló
Síldarminjasafnið
Kvikmyndir.is
Uppskriftir
Fleiri uppskriftir
Counting Crows
Survivor fever
Valur
Vídeóval
Galdrasýning á Ströndum
Kveiktu á kerti
Maður lifandi
Matargatið
J.K. Rowling
Café Sigrún
Póstkortaskipti
43 things
43 places
Póstkortabloggið
Flickr

*ýmislegt
gestabók
póstur
blogskins
blogger

*eldri skrif
20 október 2002 08 júní 2003 10 ágúst 2003 17 ágúst 2003 24 ágúst 2003 31 ágúst 2003 07 september 2003 14 september 2003 21 september 2003 05 október 2003 12 október 2003 19 október 2003 02 nóvember 2003 09 nóvember 2003 23 nóvember 2003 30 nóvember 2003 07 desember 2003 14 desember 2003 21 desember 2003 28 desember 2003 04 janúar 2004 11 janúar 2004 18 janúar 2004 25 janúar 2004 01 febrúar 2004 08 febrúar 2004 15 febrúar 2004 22 febrúar 2004 29 febrúar 2004 14 mars 2004 21 mars 2004 28 mars 2004 04 apríl 2004 11 apríl 2004 18 apríl 2004 25 apríl 2004 02 maí 2004 09 maí 2004 16 maí 2004 30 maí 2004 06 júní 2004 27 júní 2004 11 júlí 2004 18 júlí 2004 01 ágúst 2004 15 ágúst 2004 22 ágúst 2004 05 september 2004 12 september 2004 19 september 2004 26 september 2004 03 október 2004 10 október 2004 17 október 2004 24 október 2004 31 október 2004 07 nóvember 2004 14 nóvember 2004 21 nóvember 2004 05 desember 2004 12 desember 2004 02 janúar 2005 09 janúar 2005 23 janúar 2005 30 janúar 2005 06 febrúar 2005 27 febrúar 2005 06 mars 2005 03 apríl 2005 24 apríl 2005 15 maí 2005 22 maí 2005 05 júní 2005 26 júní 2005 24 júlí 2005 07 ágúst 2005 04 september 2005 11 september 2005 18 september 2005 02 október 2005 09 október 2005 16 október 2005 23 október 2005 30 október 2005 06 nóvember 2005 13 nóvember 2005 20 nóvember 2005 27 nóvember 2005 04 desember 2005 11 desember 2005 18 desember 2005 25 desember 2005 01 janúar 2006 15 janúar 2006 22 janúar 2006 29 janúar 2006 05 febrúar 2006 12 febrúar 2006 19 febrúar 2006 26 febrúar 2006 12 mars 2006 19 mars 2006 26 mars 2006 02 apríl 2006 09 apríl 2006 16 apríl 2006 23 apríl 2006 14 maí 2006 21 maí 2006 28 maí 2006 04 júní 2006 11 júní 2006 18 júní 2006 09 júlí 2006 16 júlí 2006 23 júlí 2006 06 ágúst 2006 13 ágúst 2006 20 ágúst 2006 27 ágúst 2006 03 september 2006 10 september 2006 17 september 2006 24 september 2006 01 október 2006 08 október 2006 22 október 2006 29 október 2006 05 nóvember 2006 12 nóvember 2006 26 nóvember 2006 03 desember 2006 10 desember 2006 17 desember 2006 24 desember 2006 31 desember 2006 21 janúar 2007 28 janúar 2007 04 febrúar 2007 11 febrúar 2007 18 febrúar 2007

FREE fantasy art e-cards at
wickedmoon.com!
Sendu vefkort!



*svona er veðrið hjá mér The WeatherPixie
Click for Reykjavik, Iceland Forecast Click for Reykjavik, Iceland Forecast
Site Meter