kelublogg - life itself is the most wonderful fairy tale

18.9.05

Hæhæ,

Fór með Kötlu í fyrsta tímann á leiklistarnámskeiðinu í gærmorgun. Það gekk mjög vel, fyrir utan það að við vorum svolítið seinar. Er ennþá að venjast því að þurfa að græja 2 börn til áður en ég fer út. Þetta er kennt í kramhúsinu og ég held að þetta séu nú bara undarlegustu húsakynni sem ég hef komið í. Rosalega lítið og einhverskonar sambland af gróðurhúsi, geymslu og svo er allavega einn mjög flottur salur þarna þar sem námskeiðið var kennt, eru örugglega fleiri. En inngangurinn er allavega mjög spes. En þetta er líka voða heimilislegt og kósí þarna. Námskeiðið er frá 10-11 á laugardagsmorgnum og það er ekki ætlast til að foreldrar horfi á þannig að við Hekla Sif röltum aðeins um Skólavörðustíginn á meðan og biðum svo bara frammi. Það er fullt af skemmtilegum búðum þarna í kring, en engin þeirra opnar svona snemma því miður. Á eftir að tékka á því hvort að það opnar eitthvað á Laugaveginum svona snemma, en annars er nú ekkert mál að taka bara smá rúnt á meðan eða kíkja í Kolaportið til dæmis. Kötlu fannst mjög gaman á námskeiðinu og það var greinilega mikið fjör hjá þeim miðað við það sem heyrðist fram.

Kela at 18.9.05

13.9.05

Í morgun var hringt í mig frá leikskólanum vegna þess að Katla kvartaði yfir tannpínu:( Ég og leikskólakennarinn ákváðum að bíða aðeins og sjá til, en svo var hringt í mig aftur vegna þess að hún hélt áfram að kvarta og bar sig frekar illa. Ég hringdi á stofuna þar sem tannlæknirinn hennar er til þess að freista þess að fá tíma fyrir hana, en því miður var tannlæknirinn hennar í fríi, en ég fékk tíma hjá öðrum tannlækni á sömu stofu. Það kom í ljós að tönn sem hafði verið sett bráðabirgðafylling í var ekki í góðum málum. Það þurfti að gera við nokkrar tennur í Kötlu fyrir nokkrum mánuðum síðan og var það ekkert mál fyrir hana, hún stóð sig algjörlega eins og hetja, alveg ótrúlegt hvað hún var dugleg og var alltaf til í að fara aftur, hoppaði inn á stofuna, þvílíkt glöð. En í dag var þetta virkilega erfitt, hún grét og leið greinilega mjög illa og ég var næstum því farin að gráta með henni:( Ég veit ekki alveg af hverju þetta gekk svona miklu verr núna, kannski af því að hún þekkti ekki tannlækninn, og hann notaði aðrar aðferðir en hinn. Mér fannst þessi líka einhvern vegin ekki ná nógu vel til hennar þó svo að hún væri mjög indæl. En allavega þá tók þetta verulega á og ég var farin að hugsa að nú væri hún orðin hvekkt og fengist ekki til að fara aftur til tannlæknis. En nei, hún er ótrúleg þessi stelpa, um leið og þetta var búið þá var hún orðin kát og glöð aftur og var eins og ekkert hefði í skorist. Þegar ég spurði svo aðeins þegar frá leið hvernig hefði verið hjá tannlækninum þá sagði hún "gaman", algjör hetja:) Hún þarf svo að fara aftur á morgun, það var sett eitthvað efni í tönnina og svo bráðabirgðafylling yfir, þarf að fara á morgun til þess að taka þetta úr og setja almennilega fyllingu. Svo þurfum við greinilega að fara að herða okkur í tannhirðunni, við höfum nú reynt að passa vel upp á tennurnar hennar, burstum alltaf, en það er greinilega ekki nóg, spurning um að fara að nota tannþráð líka og kannski flúortöflur, höfum ekki verið með þær handa henni. Svo kom hjúkkan til mín í morgun til þess að kíkja á Heklu Sif, það gengur allt vel, hún er núna orðin 5 kg, þyngist vel. Naflinn hennar er ekki alveg gróinn ennþá, þannig að ég fór með hana niður á heilsugæslu í dag til þess að láta brenna fyrir. Ég man að það þurfti líka að gera þetta við Kötlu á sínum tíma. Svo skruppum við mæðgurnar allar þrjár saman í nettó, fórum svo heim í smástund og svo með Kötlu á körfuboltaæfingu. Þannig að það var nóg að gera hjá okkur í dag, þvílíkt flakk á okkur. En þetta gekk vel, og það var mjög ljúft svo loksins þegar við komumst heim.

Kela at 13.9.05

"Life itself is the most wonderful fairy tale"
H.C. Andersen

*uppáhalds kvikmyndir

*bækurnar á náttborðinu:
-Inés of my soul eftir Isabel Allende
-Little moments of piece: Daily reflections for mothers eftir Andrea Alban Gosline


*tónlist

*blogg sem ég les
Nanna
Snyrtipinninn
Jana
Inga Sigga
Inga Rut
Birgitta frænka
Lísa cookiemonster
Stína
Anna Bogga
Sóley
Dísublogg
Valur-karfa
Kim
Pabbi
Árgangur'78 á Sigló
Erik
Adam Duritz

*tenglar
Stóra prinsessan
Litla prinsessan
Myndaalbúmið
Barnaland
Lífið á Sigló
Síldarminjasafnið
Kvikmyndir.is
Uppskriftir
Fleiri uppskriftir
Counting Crows
Survivor fever
Valur
Vídeóval
Galdrasýning á Ströndum
Kveiktu á kerti
Maður lifandi
Matargatið
J.K. Rowling
Café Sigrún
Póstkortaskipti
43 things
43 places
Póstkortabloggið
Flickr

*ýmislegt
gestabók
póstur
blogskins
blogger

*eldri skrif
20 október 2002 08 júní 2003 10 ágúst 2003 17 ágúst 2003 24 ágúst 2003 31 ágúst 2003 07 september 2003 14 september 2003 21 september 2003 05 október 2003 12 október 2003 19 október 2003 02 nóvember 2003 09 nóvember 2003 23 nóvember 2003 30 nóvember 2003 07 desember 2003 14 desember 2003 21 desember 2003 28 desember 2003 04 janúar 2004 11 janúar 2004 18 janúar 2004 25 janúar 2004 01 febrúar 2004 08 febrúar 2004 15 febrúar 2004 22 febrúar 2004 29 febrúar 2004 14 mars 2004 21 mars 2004 28 mars 2004 04 apríl 2004 11 apríl 2004 18 apríl 2004 25 apríl 2004 02 maí 2004 09 maí 2004 16 maí 2004 30 maí 2004 06 júní 2004 27 júní 2004 11 júlí 2004 18 júlí 2004 01 ágúst 2004 15 ágúst 2004 22 ágúst 2004 05 september 2004 12 september 2004 19 september 2004 26 september 2004 03 október 2004 10 október 2004 17 október 2004 24 október 2004 31 október 2004 07 nóvember 2004 14 nóvember 2004 21 nóvember 2004 05 desember 2004 12 desember 2004 02 janúar 2005 09 janúar 2005 23 janúar 2005 30 janúar 2005 06 febrúar 2005 27 febrúar 2005 06 mars 2005 03 apríl 2005 24 apríl 2005 15 maí 2005 22 maí 2005 05 júní 2005 26 júní 2005 24 júlí 2005 07 ágúst 2005 04 september 2005 11 september 2005 18 september 2005 02 október 2005 09 október 2005 16 október 2005 23 október 2005 30 október 2005 06 nóvember 2005 13 nóvember 2005 20 nóvember 2005 27 nóvember 2005 04 desember 2005 11 desember 2005 18 desember 2005 25 desember 2005 01 janúar 2006 15 janúar 2006 22 janúar 2006 29 janúar 2006 05 febrúar 2006 12 febrúar 2006 19 febrúar 2006 26 febrúar 2006 12 mars 2006 19 mars 2006 26 mars 2006 02 apríl 2006 09 apríl 2006 16 apríl 2006 23 apríl 2006 14 maí 2006 21 maí 2006 28 maí 2006 04 júní 2006 11 júní 2006 18 júní 2006 09 júlí 2006 16 júlí 2006 23 júlí 2006 06 ágúst 2006 13 ágúst 2006 20 ágúst 2006 27 ágúst 2006 03 september 2006 10 september 2006 17 september 2006 24 september 2006 01 október 2006 08 október 2006 22 október 2006 29 október 2006 05 nóvember 2006 12 nóvember 2006 26 nóvember 2006 03 desember 2006 10 desember 2006 17 desember 2006 24 desember 2006 31 desember 2006 21 janúar 2007 28 janúar 2007 04 febrúar 2007 11 febrúar 2007 18 febrúar 2007

FREE fantasy art e-cards at
wickedmoon.com!
Sendu vefkort!



*svona er veðrið hjá mér The WeatherPixie
Click for Reykjavik, Iceland Forecast Click for Reykjavik, Iceland Forecast
Site Meter