kelublogg - life itself is the most wonderful fairy tale

23.12.05

Jæja, jólin bara alveg að bresta á:) Það er nú ekki allt tilbúið hjá okkur, en þetta mjakast. Eintómir pestargemlingar á heimilinu eins og er. Katla er reyndar nokkuð spræk, bara smá kvef í henni. En aumingja Hekla er búin að vera virkilega lasin:( Við fórum með hana á barnalæknavaktina í domus á miðvikudaginn, þá kom í ljós að hún var komin með smá bólgu í annað eyrað. Fékk sýklalyf við því. Læknirinn sagði líka að það gæti verið að hún væri með rs-vírusinn, hún liti þannig út. Sagði okkur að fylgjast vel með henni ef hóstinn færi að versna og henni liði sýnilega verr. Svo í gærkvöldi þá leið henni greinilega mjög illa. Vildi ekki drekka og var farin að hósta meira. Ég hringdi í læknavaktina til þess að fá ráðleggingar og var sagt að það væri best að kíkja með hana upp á bráðamóttöku barna þar sem hún er svona lítil.
Ég fór því með hana þangað í gærkvöldi og lét kíkja á hana. Þar var gert á henni test til að athuga hvort að hún væri með rs-vírusinn og það kom í ljós að svo er.
Sem betur fer var hún samt ekki svo slæm að við fengum að fara heim þegar búið var að skoða hana alveg í bak og fyrir og hún hafði fengist til að drekka smá. Hún svaf svo alla leiðina heim í bílnum og ég gat fært hana yfir í rúmið án þess að hún vaknaði. Hún svaf svo bara nokkuð vel í nótt, vaknaði einu sinni og drakk smá. Ég kíkti svo aðeins niður í vinnu í morgun, fékk mér morgunkaffi og sótti jólapakkann minn:) Hekla var sofnuð aftur þegar ég fór og var ennþá sofandi þegar ég kom heim. Vaknaði svo fljótlega eftir að ég kom heim og drakk vel og er svo sofnuð aftur núna. Litla krúttið, það er erfitt að vera svona lítil og lasin:( Hún virðist nú eitthvað vera að hressast, verður vonandi orðin betri á morgun. Við Sæbi erum svo bæði þrælkvefuð og með hálsbólgu þannig að það er ástand á heimilinu. Við verðum samt alveg tilbúin í jólin á morgun, eigum bara eftir að þrífa og taka til og svona smotterí, þannig að þetta reddast nú allt saman:) Ég ég býst ekki við að skrifa meira fyrir jól þannig að ég segi bara Gleðileg Jól!!! Njótið hátíðarinnar og hafið það sem allra best:)

Kela at 23.12.05

19.12.05

Ég var að stíga stórt skref..ja kannski ekki stórt skref fyrir suma en fyrir mig...var nefnilega að panta mér tíma hjá tannlækni. Fæ hroll bara við að skrifa þetta. Ég hef ekki farið til tannlæknis lengur en ég kæri mig um að opinbera hér. En það er allavega orðið aaaaaaltof langt síðan! Er búin að vera að hugsa um þetta ca. undanfarinn mánuð, hef verið að fá svona smá tannpínu af og til..en hef frestað þessu og frestað þessu svo meira. En núna þolir málið enga bið, nenni ekki að vera með tannpínu um jólin. Ég er samt strax farin að kvíða fyrir...gæti trúað að ég væri komin í slæm mál. Vona líka að þetta setji mig ekki á hausinn. En það er víst bara að bíta á jaxlinn (hehe takið eftir brandaranum, góður eða ekki) og láta sig hafa það. Hugsið hlýlega til mín kl. 13:30 á miðvikudaginn!

Kela at 19.12.05


Historical wedding
What's Your Wedding Style?

brought to you by Quizilla

Kela at 19.12.05

"Life itself is the most wonderful fairy tale"
H.C. Andersen

*uppáhalds kvikmyndir

*bækurnar á náttborðinu:
-Inés of my soul eftir Isabel Allende
-Little moments of piece: Daily reflections for mothers eftir Andrea Alban Gosline


*tónlist

*blogg sem ég les
Nanna
Snyrtipinninn
Jana
Inga Sigga
Inga Rut
Birgitta frænka
Lísa cookiemonster
Stína
Anna Bogga
Sóley
Dísublogg
Valur-karfa
Kim
Pabbi
Árgangur'78 á Sigló
Erik
Adam Duritz

*tenglar
Stóra prinsessan
Litla prinsessan
Myndaalbúmið
Barnaland
Lífið á Sigló
Síldarminjasafnið
Kvikmyndir.is
Uppskriftir
Fleiri uppskriftir
Counting Crows
Survivor fever
Valur
Vídeóval
Galdrasýning á Ströndum
Kveiktu á kerti
Maður lifandi
Matargatið
J.K. Rowling
Café Sigrún
Póstkortaskipti
43 things
43 places
Póstkortabloggið
Flickr

*ýmislegt
gestabók
póstur
blogskins
blogger

*eldri skrif
20 október 2002 08 júní 2003 10 ágúst 2003 17 ágúst 2003 24 ágúst 2003 31 ágúst 2003 07 september 2003 14 september 2003 21 september 2003 05 október 2003 12 október 2003 19 október 2003 02 nóvember 2003 09 nóvember 2003 23 nóvember 2003 30 nóvember 2003 07 desember 2003 14 desember 2003 21 desember 2003 28 desember 2003 04 janúar 2004 11 janúar 2004 18 janúar 2004 25 janúar 2004 01 febrúar 2004 08 febrúar 2004 15 febrúar 2004 22 febrúar 2004 29 febrúar 2004 14 mars 2004 21 mars 2004 28 mars 2004 04 apríl 2004 11 apríl 2004 18 apríl 2004 25 apríl 2004 02 maí 2004 09 maí 2004 16 maí 2004 30 maí 2004 06 júní 2004 27 júní 2004 11 júlí 2004 18 júlí 2004 01 ágúst 2004 15 ágúst 2004 22 ágúst 2004 05 september 2004 12 september 2004 19 september 2004 26 september 2004 03 október 2004 10 október 2004 17 október 2004 24 október 2004 31 október 2004 07 nóvember 2004 14 nóvember 2004 21 nóvember 2004 05 desember 2004 12 desember 2004 02 janúar 2005 09 janúar 2005 23 janúar 2005 30 janúar 2005 06 febrúar 2005 27 febrúar 2005 06 mars 2005 03 apríl 2005 24 apríl 2005 15 maí 2005 22 maí 2005 05 júní 2005 26 júní 2005 24 júlí 2005 07 ágúst 2005 04 september 2005 11 september 2005 18 september 2005 02 október 2005 09 október 2005 16 október 2005 23 október 2005 30 október 2005 06 nóvember 2005 13 nóvember 2005 20 nóvember 2005 27 nóvember 2005 04 desember 2005 11 desember 2005 18 desember 2005 25 desember 2005 01 janúar 2006 15 janúar 2006 22 janúar 2006 29 janúar 2006 05 febrúar 2006 12 febrúar 2006 19 febrúar 2006 26 febrúar 2006 12 mars 2006 19 mars 2006 26 mars 2006 02 apríl 2006 09 apríl 2006 16 apríl 2006 23 apríl 2006 14 maí 2006 21 maí 2006 28 maí 2006 04 júní 2006 11 júní 2006 18 júní 2006 09 júlí 2006 16 júlí 2006 23 júlí 2006 06 ágúst 2006 13 ágúst 2006 20 ágúst 2006 27 ágúst 2006 03 september 2006 10 september 2006 17 september 2006 24 september 2006 01 október 2006 08 október 2006 22 október 2006 29 október 2006 05 nóvember 2006 12 nóvember 2006 26 nóvember 2006 03 desember 2006 10 desember 2006 17 desember 2006 24 desember 2006 31 desember 2006 21 janúar 2007 28 janúar 2007 04 febrúar 2007 11 febrúar 2007 18 febrúar 2007

FREE fantasy art e-cards at
wickedmoon.com!
Sendu vefkort!



*svona er veðrið hjá mér The WeatherPixie
Click for Reykjavik, Iceland Forecast Click for Reykjavik, Iceland Forecast
Site Meter